Lambakjötskarríréttur

Einfaldur indverskættaður karríréttur með tómötum og lauk. Í staðinn fyrir karríduft mætti líka nota karrímauk úr krukku, milt eða sterkt eftir smekk.

Pottur og diskur

Hráefni

 1 kg lambakjöt, beinlaust
 2 msk olía
 2 stórir laukar, saxaðir
 3-4 hvítlauksgeirar, saxaðir
 1-2 cm engiferbiti, rifinn
 2 msk karríduft, meðalsterkt
 2 msk hvítvínsedik
 4-5 tómatar, saxaðir (eða 1 dós niðursoðnir)
 1 tsk garam masala

Leiðbeiningar

1

Kjötið fituhreinsað að mestu og skorið í teninga. Olían hituð í potti og laukurinn, hvítlaukurinn og engiferinn látinn krauma í henni við vægan hita í 6-8 mínútur. Karríduftinu hrært saman við og látið krauma í 1-2 mínútur í viðbót. Edik og salt sett út í og síðan lambakjötið. Hrært vel. Tómatar settir út á (ásamt leginum úr dósinni, ef niðursoðnir tómatar eru notaðir), lokað og látið malla við vægan hita í klukkustund eða lengur: Hrært af og til og svolitlu vatni bætt við ef þarf. Garam masala stráð yfir skömmu fyrir lok suðutímans. Borið fram með hrísgrjónum.

Deila uppskrift

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​