Lambakjötskæfa úr afgöngum

Smurkæfa sem hentar vel með grófu brauði, t.d. sem forréttur eða hádegissnarl, gjarna með t.d. ólífum, tómötum og ristaðri papriku. Hún geymist í nokkra daga í kæli í lokuðu íláti en hana má líka frysta.

Pottur og diskur

Hráefni

 500 g steikt lambakjöt, afgangur
 75 g smjör, lint
 0.5 laukur, saxaður
 3-4 hvítlauksgeirar, saxaðir
 3-4 msk góð sósa eða kraftmikið soð
 2 msk brandí eða púrtvín
 nýmalaður pipar
 salt
 krydd og kryddjurtir eftir smekk, ef þarf (t.d. timjan, rósmarín, allrahanda)

Leiðbeiningar

1

Kjötið skorið í fremur litla bita og öll fita fjarlægð. Smjörið brætt í potti, saxaður laukur og hvítlaukur settir út í og látið krauma í um 10 mínútur við hægan hita. Kjötið sett í matvinnsluvél ásamt sósu eða soði, lauk og hvítlauk, og vélin látin ganga þar til það er orðið að sléttu mauki. Brandíi eða púrtvíni hrært saman við og kryddað með pipar og salti. Smökkuð vel til og bragðbætt með öðru kryddi og kryddjurtum ef með þarf. Kæfan sett í krukku eða skál og yfirborðið sléttað. Kæld vel.

Deila uppskrift