Lambakjöts-, tómata- og mozzarellasalat

Gómsætt salat á veisluborðið eða sem forréttur með grillmatnum. Smáréttur,forréttur eða aðalréttur? - fer eftir magninu!

table with empty plate, a knife and fork onto a napkin and a small bowl with salt in it

Hráefni

 400 g lambahryggvöðvi, steiktur/grillaður eftir smekk
 400 g tómatar, vel þroskaðir en þéttir (gjarna klasatómatar)
 2 kúlur ferskur mozzarellaostur
 knippi af ferskum basilíkublöðum
 6 msk ólífuolía
 1 msk rauðvínsedik
 1 tsk dijonsinnep
 2 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
 nýmalaður pipar
 salt

Leiðbeiningar

1

Kjötið skorið í fremur þunnar sneiðar á ská. Tómatarnir skornir í sneiðar og ostarnir einnig. Raðað í hring á kringlótt fat, kjötsneiðar, tómatsneiðar og ostsneiðar til skiptis, og basilíkublöðum stungið inn á milli af handahófi. Afgangurinn af blöðunum saxaður smátt og þeytt saman við olíu, edik, sinnep, hvítlauk, pipar og salt. Dreypt yfir salatið og borið fram með góðu brauði.

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​