Lambakjöts-, tómata- og mozzarellasalat

Gómsætt salat á veisluborðið eða sem forréttur með grillmatnum. Smáréttur,forréttur eða aðalréttur? - fer eftir magninu!

Pottur og diskur

Hráefni

 400 g lambahryggvöðvi, steiktur/grillaður eftir smekk
 400 g tómatar, vel þroskaðir en þéttir (gjarna klasatómatar)
 2 kúlur ferskur mozzarellaostur
 knippi af ferskum basilíkublöðum
 6 msk ólífuolía
 1 msk rauðvínsedik
 1 tsk dijonsinnep
 2 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
 nýmalaður pipar
 salt

Leiðbeiningar

1

Kjötið skorið í fremur þunnar sneiðar á ská. Tómatarnir skornir í sneiðar og ostarnir einnig. Raðað í hring á kringlótt fat, kjötsneiðar, tómatsneiðar og ostsneiðar til skiptis, og basilíkublöðum stungið inn á milli af handahófi. Afgangurinn af blöðunum saxaður smátt og þeytt saman við olíu, edik, sinnep, hvítlauk, pipar og salt. Dreypt yfir salatið og borið fram með góðu brauði.

Deila uppskrift