Lambakjöts-tagliatelle

Sparilegur pastaréttur með meyru lambakjöti, ristuðum paprikum og góðri tómatpastasósu - alvöru ítalskur veisluréttur.

Pottur og diskur

Hráefni

 3 rauðar paprikur
 500 g lambahryggvöðvi (fillet)
 nýmalaður pipar
 salt
 2 msk ólífuolía
 1 dós (250 ml) tómatmauk (purée)
 300 ml vatn
 2-3 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
 0.5 kjötkraftteningur
 0.5 tsk kummin, malað
 0.5 tsk oregano, þurrkað
 4-500 g tagliatelle

Leiðbeiningar

1

Grillið í ofninum hitað. Paprikurnar skornar í fjórðunga og raðað á grind. Settar undir grillið og grillaðar þar til hýðið er orðið svart. Þá eru þær teknar út, stungið í plast- eða bréfpoka í nokkrar mínútur og síðan er hýðið plokkað af og þær skornar í ræmur. Kryddið kjötið með pipar og salti. Hitið olíuna á pönnu og steikið kjötið þar til það er vel brúnað á öllum hliðum, og lengur ef það á að vera gegnsteikt. Takið það af pönnunni, breiðið álpappír yfir og látið standa nokkra stund. Tómatmauk, vatn, hvítlaukur, kjötkraftur, kummin og oregano sett í pott, hitað og látið malla í 5-10 mínútur. Kryddað með pipar og salti. Á meðan er pastað soðið í saltvatni þar til það er rétt orðið meyrt. Hellt í sigti og látið renna vel af því. Hvolft í stóra skál. Lambakjötið skorið í þunnar sneiðar og blandað saman við ásamt papriku og síðan er sósunni hellt yfir og blandað.

2

fillet filet fille file

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​