Lambakjöts-tagliatelle

Sparilegur pastaréttur með meyru lambakjöti, ristuðum paprikum og góðri tómatpastasósu - alvöru ítalskur veisluréttur.

Pottur og diskur

Hráefni

 3 rauðar paprikur
 500 g lambahryggvöðvi (fillet)
 nýmalaður pipar
 salt
 2 msk ólífuolía
 1 dós (250 ml) tómatmauk (purée)
 300 ml vatn
 2-3 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
 0.5 kjötkraftteningur
 0.5 tsk kummin, malað
 0.5 tsk oregano, þurrkað
 4-500 g tagliatelle

Leiðbeiningar

1

Grillið í ofninum hitað. Paprikurnar skornar í fjórðunga og raðað á grind. Settar undir grillið og grillaðar þar til hýðið er orðið svart. Þá eru þær teknar út, stungið í plast- eða bréfpoka í nokkrar mínútur og síðan er hýðið plokkað af og þær skornar í ræmur. Kryddið kjötið með pipar og salti. Hitið olíuna á pönnu og steikið kjötið þar til það er vel brúnað á öllum hliðum, og lengur ef það á að vera gegnsteikt. Takið það af pönnunni, breiðið álpappír yfir og látið standa nokkra stund. Tómatmauk, vatn, hvítlaukur, kjötkraftur, kummin og oregano sett í pott, hitað og látið malla í 5-10 mínútur. Kryddað með pipar og salti. Á meðan er pastað soðið í saltvatni þar til það er rétt orðið meyrt. Hellt í sigti og látið renna vel af því. Hvolft í stóra skál. Lambakjötið skorið í þunnar sneiðar og blandað saman við ásamt papriku og síðan er sósunni hellt yfir og blandað.

2

fillet filet fille file

Deila uppskrift