Lambakjöt í dillsósu

Mildur, norður-evrópskur lambakjötspottréttur þar sem kjötið er soðið með grænmeti og síðan borið fram í súrsætri, rjómalagaðri dillsósu.

Pottur og diskur

Hráefni

 1 kg lambasmásteik
 salt
 1 laukur, skorinn í bita
 1 lítill blaðlaukur, skorinn í bita
 2 gulrætur, skornar í bita
 0.25 seljurót, afhýdd og skorin í bita
 0.5 tsk piparkorn
 3 msk borðedik, eða eftir smekk
 3 msk sykur, eða eftir smekk
 0.25 l rjómi
 1 knippi dill, saxað

Leiðbeiningar

1

Kjötið sett í pott ásamt svo miklu vatni að vel fljóti yfir. Saltað og hitað að suðu. Froða fleytt ofan af og síðan er grænmetinu bætt út í ásamt piparkornunum. Látið malla undir loki í 35-40 mínútur, eða þar til kjötið er meyrt. Þá er kjötið tekið upp úr og haldið heitu en soðið síað og sett aftur í pottinn. Hitað að suðu og látið sjóða rösklega niður á að giska um helming. Á meðan er edik, sykur og 150 ml af vatni sett í lítinn pott, hrært þar til sykurinn er uppleystur og hitað að suðu. Rjómanum er svo hellt út í soðið og látið sjóða rösklega nokkra stund. Hluta af súrsæta leginum hellt út í, sósan smökkuð og meiru bætt við eftir smekk, ásamt pipar og salti. Dillinu er svo hrært saman við, kjötið sett aftur út í, hitað í gegn og borið fram með soðnum kartöflum og öðru grænmeti.

Deila uppskrift