Lambakjöt á fyrsta farrými – frá Babu

First Class Railway Lamb. Þessi girnilega uppskrift er eftir Yesmine Olsson úr bókum hennar "Framandi og freistandi"

Pottur og diskur

Hráefni

 800 g beinlaust lambakjöt
 1½ dós jógúrt
 5 hvítlauksrif pressuð
 3 cm engifer fínt saxaður
 3 msk olía
 4-5 meðalstórir laukar smátt skornir (ca 600 g)
 2 grænir chili fræhreinsaðir og skornir í sneiðar
 2 tsk chiliduft
 4 tsk kóríanderduft
 ½ tsk túrmerikduft
 500 g tómatmauk (puré)
 2 msk ósætt hnetusmjör (cashew paste)
 2½ dl kókósmjólk
 2 msk ferskt kóríander fínt skorið
 ½ tsk garam masala
 ½ tsk cuminduft
 salt eftir smekk

Leiðbeiningar

1

Blandið engifer og hvítlauk ásamt jógúrti í skál. Skerið kjötið í teninga og setjið kjötið út í jógúrtblönduna. Marínerið í u.þ.b. klukkustund. Hitið olíu á pönnu og brúnið lauk og chili þar til laukurinn er orðinn gullinbrúnn. Bætið þá saman við chili-, kóríander- og túrmerikdufti ásamt tómatmauki og steikið í smástund.

Látið kjötið og maríneringuna út í og látið krauma í u.þ.b. 30 mín. Þá er hnetu-smjörinu og kókosmjólkinni bætt saman við og látið krauma áfram í u.þ.b. 5 mín. Blandið út í garam masala og cumindufti og stráið að síðustu ferskum kóríander yfir.

Borið fram með hrísgjónum.

Ef þú hefur tíma getur þú útbúið þitt eigið hnetusmjör (cashew paste) með því að setja ósaltar cashew hnetur í matvinnsluvél ásamt ½ tsk af olíu og mauka þær vel.

Deila uppskrift