Lambakebab með kíví

Kívíið sem notað er í marineringuna inniheldur kjötmeyriefni sem getur gert kjötið of meyrt ef það er látið liggja of lengi – 1 klst er hámark.

Pottur og diskur

Hráefni

 7-800 g lambakjöt í teningum
 1 kívíaldin
 2 hvítlauksgeirar, pressaðir
 2 msk sojasósa
 2 msk hvítvín eða sjerrí
 2 msk ólífuolía
 nýmalaður pipar

Leiðbeiningar

1

Kjötið sett í skál. Kívíið skorið í tvennt, allt aldinkjötið skafið úr því og stappað vel og síðan er öllu hinu hrært saman við. Blandað saman við kjötið í skálinni og látið standa við stofuhita í um hálftíma. Á meðan er grillið hitað. Síðan er kjötið tekið úr leginum og þrætt á teina. Grillað við góðan hita í 7-10 mínútur og snúið nokkrum sinnum á meðan.

Deila uppskrift