Lambakarrý
frábær réttur fullur af bragði og gleði
Keppnisréttur feðganna Gulla & Barkar úr keppninni "kvöldmatur á korteri"
- 3

Hráefni
Lambakarrý
500 gr lambagúllas
2,5 dl vatn
½ blaðlaukur, saxaður
1 laukur, skorinn í sneiðar
1 grænt epli, skorið í bita
2 pressuð hvítlauksrif
½ msk indverskt karrý
2 matskeiðar tómatpurre
1 msk sojasósa
1 tsk broddkúmen
1 stk kjötkraftur Salt og pipar
Salt og pipar
Leiðbeiningar
Lambakarrý
1
Steikið gúllas í stórum potti, bætið við vatni og náið upp suðu, bætið öllu öðru í pottinn og sjóðið án loks á háum hita í 10 mínútur. passið að hræra reglulega í. Bætið við slettu af rjóma ásamt 1 msk af mango chutney sjóðið upp á, smakkið til og berið fram.
2
Berist fram með snittubrauði, hrísgrjónum, bönunum, kókosmjöli, salthnetum og hrásalati.