Lambakarrí – með hrísgrjónum og nanbrauði
Nýtum kalda afganga í exótíska rétti og tilraunir með bragð og krydd. hér er brugðið á leik með indverskum hætti.
- 4
Hráefni
2 laukar, 1 gult epli, 2 hvítlauksgeirar, 2 gulrætur
½ tsk kanill
2 tsk karrí
½ tsk paprika
½ tsk engifer
250 ml kókosmjólk
1 kóríander búnt- ferskt
lambakjöt – t.d. afgangur af fituhreinsuðu súpukjöti,læri eða fille, lund eða annað sem til fellur.
Leiðbeiningar
1
Skerið lauk, hvítlauk og gulrætur niður eftir smekk. Gyllið gulrætur og lauk vandlega á pönnuni með olíu, að því loknu setjið eplin og bætið svo þurrkryddi út í og látið malla í 2-3 min við vægan hita. Bætið þá kjötinu út í og steikið í 1-2 mín. Hellið þá kókosmjólkinni út í og látið malla. Saltið að smekk. Saxið ferskt kóríander og stráið yfir áður en framreitt. Berið fram með hrísgrjónum og nanbrauði.