Lambainnralæri með hvítlaukssósu

Lambakjötið er tilvalið á grillið hvort sem það er grillað í sneiðum, heilum vöðvum eða steikum. Uppskrift úr smiðju Úlfars Finnbjörnssonar, matreiðslumeistara sem birtist í Grillblaði Gestgjafans 2007.

Pottur og diskur

Hráefni

 1 kg lambainnlæri
 skorið í 3 cm sneiðar
 Kryddlögur:
 1 dl olía
 1/2 dl ostrusósa
 3 hvítlauksgeirar, pressaðir
 1 tsk. hunang
 1 tsk. nýmalaður svartur pipar
 2 msk. sesamolía

Leiðbeiningar

1

Blandið öllu vel saman. Leggið kjötið í kryddlöginn og blandið vel. Geymið við stofuhita í 1 klst. Grillið á meðalheitu grilli í 4-5 mín. Snúið kjötinu reglulega.

Hvítlaukssósa:

4-5 hvítlauksgeirar, pressaðir
2 dl majónes
1 dl ab-mjólk
2 msk. sítrónusafi
1 msk. hunang
salt
nýmalaður svartur pipar

Setjið allt í skál og blandið vel saman. Kælið.

2
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson

Deila uppskrift