Lambainnralæri
- 30 mín.
- 4
Hráefni
Leiðbeiningar
Saltið og piprið kjötið.
Leggið helminginn af rósmarín- og tímíangreinum undir kjötið og setjið hinn helminginn ofan á.
Vefjið 2 beikonsneiðum utan um hvort innralæri og festið með tannstöngli.
Hitið olíu á pönnu sem má fara í ofn og steikið kjötið á öllum hliðum þangað til það er orðið fallega brúnað.
Bætið þá lauk og hvítvíni á pönnuna og setjið pönnuna í 180°C heitan ofn í u.þ.b. 12 mín. eða þar til kjarnhiti hefur náð 58-60°C.
Setjið kjötið á disk og leggið álpappír yfir. Setjið pönnuna á heita hellu og bætið vatni og kjötkrafti saman við laukblönduna.
Þykkið sósuna með sósujafnara, takið hana síðan af hellunni og hrærið smjöri saman við með písk þar til það er bráðið.
Takið þá tannstönglana úr kjötinu og skerið það í fallegar sneiðar.
Berið fram með sósunni og t.d. steiktum eplum, grænmeti og kartöflum.