Lambainnlæri fyllt með soðnum hvítlauk og steinselju

Girnileg uppskrift úr uppskiftasafni Úlfars Finnbjörnssonar sem hæfir þessu frábæra hráefni og hentar vel við ýmis tækifæri sem birtist í 9. tbl. Gestgjafans 2008.

Pottur og diskur

Hráefni

 1 l vatn og 2 tsk. salt
 12 hvítlauksgeirar
 1 dl majónes
 2 dl sýrður rjómi
 1 msk. sítrónusafi
 1 tsk. hunang
 2-3 msk. steinselja, smátt söxuð
 800 g lambainnanlæri
 2 msk. olía
 salt
 nýmalaður pipar

Leiðbeiningar

1

Setjið vatn og salt í pott og hleypið suðunni upp.

Setjið hvítlauk í sjóðandi vatnið í 5 sek.

Veiðið þá hvítlaukinn upp úr vatninu og snöggkælið í köldu vatni.

Endurtakið fjórum sinnum.

Setjið 4 hvítlauksgeira í matvinnsluvél ásamt majónesi, sýrðum rjóma, sítrónusafa, hunangi, 1 msk. af steinselju, salti og pipar. Maukið vel.

Skerið 8 göt með hníf í kjötið og stingið heilu hvítlauksgeirunum og afganginum af steinseljunni ofan í.

Penslið kjötið með olíu og kryddið með salti og pipar.

Grillið á meðalheitu grilli í 12-14 mín.

Snúið kjötinu reglulega og penslið með olíu.

Berið kjötið fram með sósunni, grilluðu grænmeti og kartöflum.

Deila uppskrift

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​