Lambainnlæri fyllt með soðnum hvítlauk og steinselju

Girnileg uppskrift úr uppskiftasafni Úlfars Finnbjörnssonar sem hæfir þessu frábæra hráefni og hentar vel við ýmis tækifæri sem birtist í 9. tbl. Gestgjafans 2008.

Pottur og diskur

Hráefni

 1 l vatn og 2 tsk. salt
 12 hvítlauksgeirar
 1 dl majónes
 2 dl sýrður rjómi
 1 msk. sítrónusafi
 1 tsk. hunang
 2-3 msk. steinselja, smátt söxuð
 800 g lambainnanlæri
 2 msk. olía
 salt
 nýmalaður pipar

Leiðbeiningar

1

Setjið vatn og salt í pott og hleypið suðunni upp.

Setjið hvítlauk í sjóðandi vatnið í 5 sek.

Veiðið þá hvítlaukinn upp úr vatninu og snöggkælið í köldu vatni.

Endurtakið fjórum sinnum.

Setjið 4 hvítlauksgeira í matvinnsluvél ásamt majónesi, sýrðum rjóma, sítrónusafa, hunangi, 1 msk. af steinselju, salti og pipar. Maukið vel.

Skerið 8 göt með hníf í kjötið og stingið heilu hvítlauksgeirunum og afganginum af steinseljunni ofan í.

Penslið kjötið með olíu og kryddið með salti og pipar.

Grillið á meðalheitu grilli í 12-14 mín.

Snúið kjötinu reglulega og penslið með olíu.

Berið kjötið fram með sósunni, grilluðu grænmeti og kartöflum.

Deila uppskrift