Lambahryggvöðvi að hætti Kokkalandsliðsins

Keppnisréttur Kokkalandsliðsins á Ólympíuleikum í matreiðslu 2024
Kokkalandsliðið 2024,

Hráefni

Gnocchi kartafla með rifnu lambi
Rifinn lambabógur
 1 lambabógur
  1l kjúklingasoð
 30 gr sinnepsfræ
  2 msk saxaður graslaukur
 Börkur af ½ sítrónu
 1 lítill skarlottulaukur, fínt saxaður
 Salt og pipar
Gnocchi kartöflumauk
 150 gr kartöflur, soðnar
  150 gr reykt smjör
  240 gr kartöflumjöl
  180 gr eggjarauður
  43 gr salt
  Rifið lambakjöt
Lambasoðsósa
 1 l lambasoð
 1 l kjúklingasoð
 100 gr seljurót
 2 stk laukur
 30 gr fennel
  1stk stjörnuanis
  ½ tsk fennelfræ
  3 stk einiber
  150 gr lambafita og sinar
  70 gr smjör
Pönnusteiktur lambahryggvöðvi
 1 kg lambahryggvöðvi
 matarolía
  smjör
  salt og nýmulinn pipar
Stökkt bóghveiti og lambafita
 50 gr bóghveiti
 50 gr lambafita
 20 gr þurrkaður hvítlaukur, grófmulinn
 5 gr blóðberg

Leiðbeiningar

Lambahryggur og allt hitt
1

Byrjið á að taka lambið úr kæli og látið það ná stofuhita fyrir eldun. Svo er unnið með kartöflu og hægeldað lamb, því næst sósuna og síðast er sjálft lambakjötið eldað.

Gnocchi kartafla með rifnu lambi
Rifinn lambabógur
2

Setjið lambabóg ásamt soði í þrýstipott og eldið í 50 mínútur, rífið kjötið af beininu og athugið að hér notum við eingöngu um fimmtung af kjötinu. Geymið afganginn og soðið úr pottinum í annað. Sjóðið þriðjung af soðinu niður um helming og blandið kjötinu fínt rifnu saman við ásamt sinnepsfræjum, skarlottulauk, sítrónuberki og smakkið til.

Gnocchi kartöflumauk
3

Pressið nýsoðnar kartöflur í gegnum sigti og blandið reyktu smjöri og kartöflumjöli saman við, blandið síðast eggjarauðum og salti við.

Gnocchi kartafla
4

Smyrjið kartöflumauki í form sem henta sem einn skammtur hvert, t.d. siliconform, gerið holrými í hvert form og fyllið með rifnu lambi og lokið síðan með kartöflumauki. Eldið á 90 °C í 50 mín.

Lamba soðsósa
5

Brúnið lambafitu og sinar í ofni þar til verður gullinbrúnt. Steikið grænmeti í potti ásamt kryddi og brúnið vel. Bætið soðinu í og sjóðið niður um 1/3. Takið af hita, setjið steiktu fituna og sinar í pottinn og lokið. Ath að hella ekki aukafitunni í pottinn! Látið standa í 30 mín, sigtið og bætið við smjöri og smakkið til með salti í lokin.

Pönnusteiktur lamba hryggvöðvi
6

Hreinsið fituna og sinina sem liggur undir af, fitan og sinin er nýtt í annars vegar stökka blöndu á lambið og hins vegar í sósuna. Saltið kjötið og brúnið vandlega á pönnu í olíu og smjri, setjið á bakka og eldið í ofni á 80°C í 25 mín, eða þar til hitastigið nær 58°C. Hvílið í 15 mínútur áður en þið setjið stökkt bóghveiti og lambafitu ofan á, skerið og berið fram.

Deila uppskrift