Hátíðar lambahryggur með jólakartöflusalati, gulrótum, Bok choi og bláberjasoðsósu

jólakartöflusalat, steikt íslenskt bok choy, gleymdar gulrætur, pikklaður perlulaukur, bláberjasoðsósa.

Hráefni

Lambahryggur
 3 msk lamb islandia kryddblanda
 3 msk fimm krydd-blanda (e. five spice)
 1/2 msk salt
 1/2 msk pipar
 4 msk olía
 3 greinar timían
 2 greinar rósmarín
Jólakartöflusalat
 800 gr soðnar smælki kartöflur
 180 gr sýrður rjómi 36%
 100 gr japanskt majones
 50 gr þurrkuð trönuber
 1 búnt söxuð steinselja
 hunangsristaðar pecanhnetur
 sítrónusafi
 salt
Gleymdar gulrætur
 500 gr íslenskar gulrætur
 500 gr smjör
 3 greinar rósmarín
 salt
Bok choy, tindur og pikklaður perlulaukur
 1-2 pokar af íslensku bok choy
 salt
 sítrónusafi
 50 gr sykur
 50 gr eplaedik
 50 gr vatn
 12 stk rauður perlulaukur
 osturinn Tindur
Bláberjasósa
 200 ml íslenskt lamba eða nautasoð frá Bone & Marrow
 200 ml kjúklingasoð
 500 gr bláberjasafi Íslensk Hollusta
 4 greinar af timían
 1 stk hvítlauksgeiri
 75 gr smjör
 sítrónusafi
 salt

Leiðbeiningar

Lambahryggur
1

Hitið ofninn á 200°C, blandið öllu þurrkryddi og olíu saman og nuddið hrygginn með blöndunni.

2

Skerið meðfram endilöngum hryggnum og setjið timían- og rósmaríngreinarnar ofan í skurðinn.

3

Brúnið lambið í ofni í tíu mínútur. Takið lambið út, lækkið hitann í 65°C og setjið lambið aftur inn. Þegar kjötið hefur náð 58°C kjarnhita takið þið hrygginn út og leyfið kjötinu að hvíla. Þetta ætti að taka um það bil klukkutíma en fer eftir stærð á hryggnum.

Jólakartöflusalat
4

Skerið kartöflur niður ef þarf m.v. stærð, blandið öllu saman og smakkið til með sítrónusafa, og salti

Gleymdar gulrætur
5

Allt sett saman í eldfastan bakka, lokið með álpappír og eldið á 130 °C í a.m.k. 90 mín eða þar til eru gegneldaðar.

Bok choy, tindur og pikklaður perlulaukur
6

Skerið perlulauk í tvennt og takið hýðið af. Setjið sykur, eplaedik og vatn saman í pott og sjóðið þar til sykurinn leysist upp, hellið strax yfir perlulaukinn og leyfið að liggja.

7

Létt steikið bok choy á pönnu, setjið á fat, saltið og kreistið ferskan sítrónusafa yfir. Rífið ögn af osti yfir og berið fram með perlulauknum.

Bláberjasósa
8

Sjóðið bláberjasafa niður í 200 ml og bætið soðinu saman við, setjið timían og hvítlauk í og sjóðið niður í 400 ml. Takið pottinn af hita og pískið smjörinu saman við sósuna, smakkið til með salti og sítrónusafa.

Deila uppskrift