Lambahryggur með spínatfyllingu

Grískættuð fylling með spínati, fetaosti og ólífum.

Pottur og diskur

Hráefni

 1 lambahryggur, um 2 kg (einnig má nota læri)
 hnefafylli af spínati
 2-3 vorlaukar
 12 svartar ólífur, steinlausar
 1-2 hvítlauksgeirar
 2 tsk. ferskt tímían eða 3/4 tsk. þurrkað
 100 g fetaostur
 nýmalaður pipar
 salt

Leiðbeiningar

1

Úrbeinið hrygginn (eða látið gera það í versluninni) og leggið hann á bretti með skurðflötinn upp. Leggið lundirnar ofan á. Saxið spínatið og vorlaukinn gróft. Skerið ólífurnar í helminga. Saxið hvítlaukinn smátt. Blandið spínati, vorlauk, ólífum, hvítlauk, tímíani og fetaosti saman í skál og kryddið með pipar og svolitlu salti. Kryddið hrygginn með pipar og salti og dreifið fyllingunni á miðjuna. Vefjið hrygginn saman utan um fyllinguna og bindið nokkra seglgarnsspotta utan um (eða festið vefjuna saman með kjötprjónum). Hitið ofninn í 180°C. Setjið kjötið í eldfast fat eða ofnskúffu og steikið það í u.þ.b. 35 mínútur. Hækkið þá hitann í 215°C og steikið áfram í 10-15 mínútur, eða þar til hryggurinn hefur tekið góðan lit. Látið hann standa í a.m.k. 10-15 mínútur áður en hann er skorinn.

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​