Lambahryggur með spínatfyllingu

Grískættuð fylling með spínati, fetaosti og ólífum.

Pottur og diskur

Hráefni

 1 lambahryggur, um 2 kg (einnig má nota læri)
 hnefafylli af spínati
 2-3 vorlaukar
 12 svartar ólífur, steinlausar
 1-2 hvítlauksgeirar
 2 tsk. ferskt tímían eða 3/4 tsk. þurrkað
 100 g fetaostur
 nýmalaður pipar
 salt

Leiðbeiningar

1

Úrbeinið hrygginn (eða látið gera það í versluninni) og leggið hann á bretti með skurðflötinn upp. Leggið lundirnar ofan á. Saxið spínatið og vorlaukinn gróft. Skerið ólífurnar í helminga. Saxið hvítlaukinn smátt. Blandið spínati, vorlauk, ólífum, hvítlauk, tímíani og fetaosti saman í skál og kryddið með pipar og svolitlu salti. Kryddið hrygginn með pipar og salti og dreifið fyllingunni á miðjuna. Vefjið hrygginn saman utan um fyllinguna og bindið nokkra seglgarnsspotta utan um (eða festið vefjuna saman með kjötprjónum). Hitið ofninn í 180°C. Setjið kjötið í eldfast fat eða ofnskúffu og steikið það í u.þ.b. 35 mínútur. Hækkið þá hitann í 215°C og steikið áfram í 10-15 mínútur, eða þar til hryggurinn hefur tekið góðan lit. Látið hann standa í a.m.k. 10-15 mínútur áður en hann er skorinn.

Deila uppskrift