Lambahryggur með kryddjurtum
Lambakjötið klikkar ekki! Hér kemur uppskrift eftir Úlfar Finnbjörnsson sem birtist í veislublaði Gestgjafans 2008.
- 4
Hráefni
1 lambahryggur
4 rósmaríngreinar
4 tímíangreinar
6 hvítlauksgeirar, skornir til helminga
salt
nýmalaður pipar
80 g smjör, við stofuhita
3 hvítlauksgeirar, pressaðir
Leiðbeiningar
1
Skerið niður með hryggsúlunni beggja vegna niður með rifbeinunum. Setjið rósmarín- og tímíangreinar ásamt hvítlauk niður með hryggsúlunni beggja vegna. Blandið saman smjöri og hvítlauk.
Setjið helminginn af hvítlaukssmjörinu niður með kryddjurtunum. Vefjið seglgarni utan um hrygginn og kryddið með salti og pipar.
Bakið við 180°C í 30 mín.
Setjið þá afganginn af smjörinu niður með kryddjurtunum og bakið í 10-20 mín.
í viðbót.
Berið hrygginn fram með t.d. blönduðu grænmeti og kartöflum.