Lambahryggur eins og mamma gerir

Lambahryggur eins og mamma gerir
Pottur og diskur

Hráefni

 1 meðalstór lambahryggur
 salt
 nýmalaður pipar
 5 dl vatn
 2 dl vatn
 1 msk. rifsberjahlaup eða rabarbarasulta
 hveitijafningur, smjörbolla eða sósujafnari
 1 dl rjómi

Leiðbeiningar

1

Hitið ofninn í 160°C.

2

Kryddið hrygginn með salti og pipar og setjið hann í ofnskúffu. Bakið í 45 mín.

3

Hellið þá 5 dl af vatni yfir hrygginn og bakið áfram í 35 mín.

4

Hellið 2 dl af vatni í ofnskúffuna og bakið hrygginn í 10 mín. til viðbótar.

5

Þykkið soðið í pottinum með hveitijafningi og sjóðið við vægan hita í 10-15 mín.

6

Hellið afganginum af soðinu úr ofnskúffunni í pottinn og bætið sultu og rjóma í sósuna.

7

Bragðbætið með salti og pipar.

8

Berið hrygginn fram með t.d. rauðkáli, grænum baunum, rauðrófum og sykurbrúnuðum kartöflum.

Deila uppskrift