Lambahryggur eins og mamma gerir

Lambahryggur eins og mamma gerir
Pottur og diskur

Hráefni

 1 meðalstór lambahryggur
 salt
 nýmalaður pipar
 5 dl vatn
 2 dl vatn
 1 msk. rifsberjahlaup eða rabarbarasulta
 hveitijafningur, smjörbolla eða sósujafnari
 1 dl rjómi

Leiðbeiningar

1

Hitið ofninn í 160°C.

2

Kryddið hrygginn með salti og pipar og setjið hann í ofnskúffu. Bakið í 45 mín.

3

Hellið þá 5 dl af vatni yfir hrygginn og bakið áfram í 35 mín.

4

Hellið 2 dl af vatni í ofnskúffuna og bakið hrygginn í 10 mín. til viðbótar.

5

Þykkið soðið í pottinum með hveitijafningi og sjóðið við vægan hita í 10-15 mín.

6

Hellið afganginum af soðinu úr ofnskúffunni í pottinn og bætið sultu og rjóma í sósuna.

7

Bragðbætið með salti og pipar.

8

Berið hrygginn fram með t.d. rauðkáli, grænum baunum, rauðrófum og sykurbrúnuðum kartöflum.

Deila uppskrift

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​