Heilsteiktur lambahryggur á veisluborðið
- 2,5 klst
- 6
Hráefni
Leiðbeiningar
Hitið ofninn í 120°C, nuddið olíu á hrygginn og saltið. Dreifið timían og rósmarín vel yfir hrygginn. Ofnsteikið í 2 tíma eða þar til kjarnhitinn er kominn í um 58°c. Mælum með að nota kjarnhitamæli!
Takið hrygginn út og hækkið hitann í 220°c. Setjið aftur inn í 10 mín eða þar til skorpan er orðinn fagur brúnuð.
Látið hrygginn hvíla í minnst 10 mín áður en hann er skorinn. Skreytið með möndlum, timian og rósmarín.
Sjóðið kartöflur í 20 mín eða þar til þær eru mjúkar í gegn. Á meðan er smjörið brætt í potti. Sigtið vatnið frá og setjið í skál ásamt smjöri og graslauk. Smakkið til með salt og pipar eftir smekk.
Blandið öllu nema smjöri saman í pott. Sjóðið niður um helming og sigtið, látið suðuna koma upp aftur og takið af hellunni og pískið smjörinu saman við í litlum bitum. Passið að sósan sjóði ekki aftur eftir að smjörinu er bætt út í, því þá skilur hún sig.
Hér má líka nota nauta og kjúklingasoð.