Lúxus lambahryggur með kartöflusalati, gulrótum, Bok choi og bláberjasoðsósu
- 3 1/2 klst.
- 6
Hráefni
Leiðbeiningar
Hitið ofninn á 200°C, blandið öllu þurrkryddi og olíu saman og nuddið hrygginn með blöndunni.
Skerið meðfram endilöngum hryggnum og setjið timían- og rósmaríngreinarnar ofan í skurðinn.
Brúnið lambið í ofni í tíu mínútur. Takið lambið út, lækkið hitann í 65°C og setjið lambið aftur inn. Þegar kjötið hefur náð 58°C kjarnhita takið þið hrygginn út og leyfið kjötinu að hvíla. Þetta ætti að taka um það bil klukkutíma en fer eftir stærð á hryggnum.
Skerið kartöflur niður ef þarf m.v. stærð, blandið öllu saman og smakkið til með sítrónusafa, og salti
Allt sett saman í eldfastan bakka, lokið með álpappír og eldið á 130 °C í a.m.k. 90 mín eða þar til eru gegneldaðar.
Skerið perlulauk í tvennt og takið hýðið af. Setjið sykur, eplaedik og vatn saman í pott og sjóðið þar til sykurinn leysist upp, hellið strax yfir perlulaukinn og leyfið að liggja.
Létt steikið bok choy á pönnu, setjið á fat, saltið og kreistið ferskan sítrónusafa yfir. Rífið ögn af osti yfir og berið fram með perlulauknum.
Sjóðið bláberjasafa niður í 200 ml og bætið soðinu saman við, setjið timían og hvítlauk í og sjóðið niður í 400 ml. Takið pottinn af hita og pískið smjörinu saman við sósuna, smakkið til með salti og sítrónusafa.