Lambahjörtu með paprikusósu

Lambakjötið er „inn“ í haust.  Í nóvember blaði Gestgjafans kynnir Úlfar Finnbjörnsson, matreiðslumeistari gómsæta rétti úr nýju lambakjöti og innmat.

Pottur og diskur

Hráefni

 800 g lambahjörtu
 salt
 nýmalaður pipar
 2 msk. olía
 2 beikonsneiðar, skornar í bita
 1 rauð paprika, skorin í bita
 1 msk. paprikuduft
 4 dl vatn
 1 dl rjómi
 1 krukka grilluð paprika, safi sigtaður frá
 sósujafnari

Leiðbeiningar

1

Skerið hjörtu til helminga og hvern helming í 7-8 lengjur.

Skerið himnur og fitu frá.

Kryddið hjörtun með salti og pipar og látið krauma á vel heitri pönnu í 2 mín.

Bætið beikoni og paprikubitum á pönnuna og látið krauma í 30 sek. til viðbótar.

Bætið vatni á pönnuna og látið malla við vægan hita í 1 klst.

Hellið rjóma og grillaðri papriku á pönnuna og þykkið með sósujafnara.

Berið fram t.d. með kartöflumús og salati.

Deila uppskrift

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​