Lambahamborgari með halloumi-osti

kryddjurtarmajónesi og gulrótasalati
lambahamborgari

Hráefni

Kryddjurtarmajónes með sítrónu
 1 hvítlauksgeiri, saxaður smátt
 250 ml majónes
 ½ hnefafylli basilíka
 ½ hnefafylli steinselja
 1 tsk. sítrónubörkur, rifinn fínt
 2 msk. sítrónusafi
 u.þ.b. ½ tsk. sjávarsalt
 u.þ.b. ⅛ tsk. svartur pipar, nýmalaður
Gulrótarsalat með rauðlauk og sumac
 2 gulrætur, skornar í þunnar sneiðar
 1 rauðlaukur, skorinn í þunnar sneiðar
 1 msk. eplaedik
 1 tsk. sykur
 sjávarsalt, á hnífsoddi
 ½ – 1 tsk. sumac
Lambahamborgari með halloumi-osti
 500 g lambahakk
 70 g panko brauðrasp, má nota annað brauðrasp
 60 ml mjólk
 1 hnefafylli steinselja, söxuð smátt
 ¾ hnefafylli myntulauf, skorin smátt
 1 msk. harissa krydd
 1 skalotlaukur, saxaður smátt
 1 egg
 u.þ.b. 1 tsk. sjávarsalt
 ½ tsk. svartur pipar, nýmalaður
 olía, til steikingar
 200 g halloumi-ostur, skorinn í sneiðar
 4 hamborgarabrauð, skorin í tvennt og hituð

Leiðbeiningar

Kryddjurtarmajónes með sítrónu
1

Setjið allt hráefnið í litla matvinnsluvél og maukið þar til allt hefur samlagast vel, bragðbætið með salti og pipar. Kælið þar til fyrir notkun.

Gulrótarsalat með rauðlauk og sumac
2

Setjið allt hráefni í litla skál og hrærið, notið fingurna til að nudda hráefninu vel saman þannig að það dragi í sig edikið og sykurinn leysist upp. Setjið til hliðar þar til fyrir notkun.

Lambahamborgari með halloumi-osti
3

Setjið brauðrasp í stóra skál og hrærið mjólk saman við, látið standa til hliðar í 5 mín. Blandið lambahakki, steinselju, mintu, skalotlauk, ½ tsk. af salti, ¼ tsk. af pipar og eggi saman við blönduna og blandið vel.

4

Passið að hræra ekki of mikið því hamborgararnir gætu orðið seigir. Skiptið blöndunni í fernt og mótið í buff. Hitið grill eða grillpönnu og hafið á háum hita. Penslið hamborgarabuffin með olíu.

5

Grillið buffin í u.b.b. 5-7 mín. fyrir medium rare og u.þ.b. 9-11 mín. fyrir medium, snúið buffunum einu sinni við yfir eldunartímann. Takið af hitanum, grillið ostinn í 1-2 mín. á hvorri hlið.

6

Smyrjið hamborgarabrauðin með kryddjurtarmajónesi, leggið salat ofan á botninn ásamt lambabuffi, halloumi-osti og gulrótarsalati, leggið lok ofan á og berið fram með meðlæti að eigin vali.

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​