Lambagúllas

Með gamla laginu
Pottur og diskur

Hráefni

 1 kg lambasmásteik, framhryggur eða súpukjöt
 2 laukar
 4 gulrætur
 75 g smjörlíki
 4 msk hveiti
 0.75 l kjötsoð eða vatn
 2 lárviðarlauf
 1 tsk paprikuduft
 1/2 tsk nýmalaður pipar
 1/4 tsk allrahanda (má sleppa)
 salt
 sósulitur

Leiðbeiningar

1

Kjötið skorið í hæfilega bita og e.t.v. fituhreinsað.

2

Laukarnir skornir í sneiðar og gulræturnar skafnar og skornar í bita.

3

25 g af smjörlíki brædd á pönnu og laukurinn steiktur þar til hann er farinn að brúnast en þá er honum hellt yfir í þykkbotna pott.

4

Afgangurinn af smjörlíkinu bræddur á pönnunni. Kjötinu velt upp úr hveitinu og það síðan brúnað við góðan hita (afgangurinn af hveitinu geymdur).

5

Kjötið er næst sett í pottinn með lauknum.

6

Dálitlu af soðinu eða vatninu hellt á pönnuna, látið sjóða rösklega í 1-2 mínútur og botninn á pönnunni skafinn á meðan með spaða. Hellið því síðan yfir kjötið. Afganginum af soðinu er svo bætt í pottinn ásamt gulrótum og kryddi.

7

Hitað að suðu og látið malla við fremur lágan hita undir loki í 45-50 mínútur.

8

Afgangurinn af hveitinu settur í hristiglas ásamt dálitlu köldu vatni, hrist vel saman og síðan hrært saman við soðið til að þykkja. Látið malla í 5-10 mínútur í viðbót.

9

Sósan er svo smökkuð til með pipar og salti og lituð með sósulit. Borið fram t.d. með kartöflustöppu.

Deila uppskrift

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​