Lambagúllas
- 60 mín
- 4
Hráefni
Leiðbeiningar
Kjötið skorið í hæfilega bita og e.t.v. fituhreinsað.
Laukarnir skornir í sneiðar og gulræturnar skafnar og skornar í bita.
25 g af smjörlíki brædd á pönnu og laukurinn steiktur þar til hann er farinn að brúnast en þá er honum hellt yfir í þykkbotna pott.
Afgangurinn af smjörlíkinu bræddur á pönnunni. Kjötinu velt upp úr hveitinu og það síðan brúnað við góðan hita (afgangurinn af hveitinu geymdur).
Kjötið er næst sett í pottinn með lauknum.
Dálitlu af soðinu eða vatninu hellt á pönnuna, látið sjóða rösklega í 1-2 mínútur og botninn á pönnunni skafinn á meðan með spaða. Hellið því síðan yfir kjötið. Afganginum af soðinu er svo bætt í pottinn ásamt gulrótum og kryddi.
Hitað að suðu og látið malla við fremur lágan hita undir loki í 45-50 mínútur.
Afgangurinn af hveitinu settur í hristiglas ásamt dálitlu köldu vatni, hrist vel saman og síðan hrært saman við soðið til að þykkja. Látið malla í 5-10 mínútur í viðbót.
Sósan er svo smökkuð til með pipar og salti og lituð með sósulit. Borið fram t.d. með kartöflustöppu.