Lambafrikkasse með blönduðu grænmeti og kartöflum

Haustið er tíminn til að nýta nýtt og ferskt súpukjöt sem og aðra hluta lambsins. Hér er súpukjötið í aðalhlutverki.

Pottur og diskur

Hráefni

 1 kg lambasúpukjöt
 Salt og nýmalaður pipar
 1 msk. lambakjötskraftur
 400-500 g blandað grænmeti, skorið í bita t.d. gulrætur, sellerí, hvítkál, blómkál, spergilkál, rófur
 1 laukur, skorinn í teninga
 300 g kartöflur, skrældar og skornar í teningasmjörbolla eða sósujafnari
 1 dl mjólk eða rjómi

Leiðbeiningar

1

Setjið kjötið í pott með köldu vatni þannig að rétt fljóti yfir kjötið.

Bætið salti, pipar og lambakrafti í pottinn og hleypið suðunni upp.

Látið sjóða við vægan hita í 45 mín.

Veiðið fitu og sora af soðinu á meðan kjötið er að sjóða.

Bætið grænmeti, lauk og kartöflum í pottinn og sjóðið í 10 mín.

Sigtið þá soðið í annan pott og bætið mjólk í pottinn.

Þykkið með sósujafnara og bragðbætið með salti og pipar.

Setjið kjötið og grænmetið á disk eða skál og hellið sósunni yfir.

Deila uppskrift