Lambafrikkasse með blönduðu grænmeti og kartöflum

Haustið er tíminn til að nýta nýtt og ferskt súpukjöt sem og aðra hluta lambsins. Hér er súpukjötið í aðalhlutverki.

Pottur og diskur

Hráefni

 1 kg lambasúpukjöt
 Salt og nýmalaður pipar
 1 msk. lambakjötskraftur
 400-500 g blandað grænmeti, skorið í bita t.d. gulrætur, sellerí, hvítkál, blómkál, spergilkál, rófur
 1 laukur, skorinn í teninga
 300 g kartöflur, skrældar og skornar í teningasmjörbolla eða sósujafnari
 1 dl mjólk eða rjómi

Leiðbeiningar

1

Setjið kjötið í pott með köldu vatni þannig að rétt fljóti yfir kjötið.

Bætið salti, pipar og lambakrafti í pottinn og hleypið suðunni upp.

Látið sjóða við vægan hita í 45 mín.

Veiðið fitu og sora af soðinu á meðan kjötið er að sjóða.

Bætið grænmeti, lauk og kartöflum í pottinn og sjóðið í 10 mín.

Sigtið þá soðið í annan pott og bætið mjólk í pottinn.

Þykkið með sósujafnara og bragðbætið með salti og pipar.

Setjið kjötið og grænmetið á disk eða skál og hellið sósunni yfir.

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​