Lambaframhryggjarsneiðar með kanil, kummin og smjörbaunum í tómatkjötsósu

Ein góð úr smiðju Úlfars Finnbjörnssonar í Gestgjafanum.

Pottur og diskur

Hráefni

 1 kg lambaframhryggjarsneiðar
 salt og nýmalaður pipar
 1 tsk. kummin, steytt
 ½ tsk. kanill, steyttur
 1 tsk. chiliflögur
 2 hvítlauksgeirar, pressaðir
 2 dl hveiti
 4 msk. olía
 1 gulrót, smátt söxuð
 1 laukur, smátt saxaður
 2 dl hvítvín eða vatn
 8 dl niðursoðnir tómatar, í bitum
 4 dl soðnar baunir, eftir smekk, t.d. smjörbaunir
 2 msk. kóríander, smátt saxaður, má sleppa
 2 msk. óreganó, smátt saxað, má sleppa

Leiðbeiningar

1

Saltið framhryggjarsneiðar á báðum hliðum og kryddið með pipar, kummin, kanil, chiliflögum og hvítlauk.

Veltið þá kjötinu upp úr hveiti og steikið á meðalheitri pönnu í 2-3 mín. á hvorri hlið.

Bætið gulrót og lauk á pönnuna og steikið í 1 mín. til viðbótar.

Hellið hvítvíni eða vatni saman við ásamt niðursoðnum tómötum.

Færið allt í eldfast mót og leggið álpappír yfir.

Bakið við 160°C í 60 mín.

Takið þá álpappírinn af og bætið baununum saman við. Bakið í 10 mín. í viðbót.

Stráið þá kóríander og óreganói yfir og berið fram með t.d. salati.

2
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Kristinn Magnússon

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​