Lambaframhryggjarsneiðar með kanil, kummin og óreganói

Ljúffeng og framandi uppskrift úr smiðju Úlfars Finnbjörnssonar úr júlí tölublaði Gestgjafans.

Pottur og diskur

Hráefni

 1,2 kg lambaframhryggjarsneiðar
 4 msk. olía
 2 hvítlauksgeirar, pressaðir
 ¾ tsk. kanill, steyttur
 1 tsk. kóríander, steytt
 1 ½ tsk. kumminfræ, steytt
 3 msk. óreganó, smátt saxað, eða 1 ½ msk. þurrkað
 1 tsk. paprikuduft
 ¾ tsk. chili-duft

Leiðbeiningar

1

Raðið framhryggjarsneiðum á ofnplötu. Blandið saman olíu og kryddi og penslið kjötið með kryddblöndunni. Geymið við stofuhita í 1-2 klst. Grillið á meðalheitu grilli í 7-9 mín. á hvorri hlið. Berið fram með kummin- og óreganósósu og t.d. grilluðu grænmeti og kartöflum.

2

Kummin- og óreganósósa:

3

1 dl majónes
1 dl sýrður rjómi
1 dl ab-mjólk
2 msk. óreganó
1-2 hvítlauksgeirar
1 tsk. kummin, steytt
1 msk. sítrónusafi
1 msk. hunang
salt
nýmalaður pipar

Setjið allt í matvinnsluvél og maukið vel saman.

4
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Karl Petersson

Deila uppskrift