Lambafille – Mojito
Lambafille – Mojito
Hráefni
2 lambahryggvöðvi (fille)
1 búnt mynta
2 lime
1 pakki Panko rasp
2-3 msk Dijon sinnep
Leiðbeiningar
1
Setjið smjör og olíu til helminga á heita pönnu – brúnið lambavöðvann á hefbundinn hátt, saltið og piprið eftir smekk. Bakið í ofni við 180°C í 2-3 mín og látið hvíla í svipaðan tíma u.þ.b. tvisvar til þrisvar.
Saxið myntuna fínt niður, raspið börk af lime og blandið saman. Blandið hæfilegu magni af raspi saman við. Smyrjið kjötið með sinnepinu þegar það er tilbúið og veltið upp úr mojito raspi.
2
Kartöflusalat
3
5 bökunarkartöflur
1 dl ólífuolía
1 rauð paprika
1 græn parika
1 gul paprika
1 búnt flöt steinselja
Sjóðið kartöflurnar með hýðinu, skrælið og skerið niður í teninga. Hellið olíunni saman við.Grillið paprikurnar við 200C°og flettið skinninu af. Skerið þær svo niður í ræmur og blandið saman við kartöflurnar. Kryddið með saxaðri steinselju og salti.