Lambafille bökuð í bláberja skyri með kartöflum og sellerí rót og portvíns bláberja gljáa

Þessi frábæra uppskrift Árna Þór Arnórsson, matreiðslumeistara verður framlag hans í góðagerðarverkefninu World Chefs Tour www.worldchefstour.co.za í Suður Afríku í ágúst næstkomandi. Markmið verkefnsins er að vekja athygli á hungursneið í heiminum. Þetta verkefni er gert í samstarfi við klúbb matreiðslumeistara og WACS heimssamtök matreiðslumeistara. Íslenskir matreiðslumenn voru kosnir til forystu í stjórn WACS árið 2008 og hefur seta Íslands vakið mikla athygli í þeim 93 löndum sem eru aðilar að samtökunum.

Pottur og diskur

Hráefni

 800 gr lambafille
 2 msk smjör
 200 gr bláberjaskyr
 100 gr bláberjasulta
 1 msk ferskt blóðbergi
 Salt og pipar

Leiðbeiningar

1

Bræðið smjörið á pönnu við meðalhita.

Brúnið lambafilletið í smjörinum í um það bil 3 mínútur á hverri hlið.

Kryddið með salti og pipar.

Blandið saman bláberjaskyri, bláberjasultu og fersku blóðbergi (tímían).

Setið blönduna í bökunarform og setjið lambafilletin í blönduna.

Bakið á 90°C í u.þ.b. 30-40 mínútur. Takið lambakjötið úr blöndunni og berið fram.

2

Kartöflur og sellerí rót

3

Hráefni:
400 gr sellerí rót
400 gr stórar kartöflur
100 gr smjör
Salt og pipar

Leiðbeiningar:
Afhýðið sellerí rót og kartöflur. Skerið í teninga og steikið í smjöri. Bakið í ofni ef þörf krefur.

4

Bláberja portvíns gljái

5

Hráefni:
50 gr skarlottulaukur
100 gr sveppir
1 msk smjör
3 dl portvín
4 dl lambakjötsoð
1 msk bláberjasulta
2 msk kalt smjör
Korn sterkju til þykkingar
Salt og pipar

Leiðbeiningar:
Skerið skarlottulaukinn og sveppina og steikið í smjöri, kryddið með salt og pipar.

Bætið við portíni og lambakjötsoði og látið malla í nokkrar mínútur. Þykkið sósuna með korn sterkju.

Að lokum bætið við bláberjasultu og 2 msk af köldu smjöri. Hræðið vel í.

Ekki sjóða eftir að smjörinu hefur verið bætt við.

Deila uppskrift

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​