Lambafille bökuð í bláberja skyri með kartöflum og sellerí rót og portvíns bláberja gljáa
Þessi frábæra uppskrift Árna Þór Arnórsson, matreiðslumeistara verður framlag hans í góðagerðarverkefninu World Chefs Tour www.worldchefstour.co.za í Suður Afríku í ágúst næstkomandi. Markmið verkefnsins er að vekja athygli á hungursneið í heiminum. Þetta verkefni er gert í samstarfi við klúbb matreiðslumeistara og WACS heimssamtök matreiðslumeistara. Íslenskir matreiðslumenn voru kosnir til forystu í stjórn WACS árið 2008 og hefur seta Íslands vakið mikla athygli í þeim 93 löndum sem eru aðilar að samtökunum.
- 4
Hráefni
Leiðbeiningar
Bræðið smjörið á pönnu við meðalhita.
Brúnið lambafilletið í smjörinum í um það bil 3 mínútur á hverri hlið.
Kryddið með salti og pipar.
Blandið saman bláberjaskyri, bláberjasultu og fersku blóðbergi (tímían).
Setið blönduna í bökunarform og setjið lambafilletin í blönduna.
Bakið á 90°C í u.þ.b. 30-40 mínútur. Takið lambakjötið úr blöndunni og berið fram.
Kartöflur og sellerí rót
Hráefni:
400 gr sellerí rót
400 gr stórar kartöflur
100 gr smjör
Salt og pipar
Leiðbeiningar:
Afhýðið sellerí rót og kartöflur. Skerið í teninga og steikið í smjöri. Bakið í ofni ef þörf krefur.
Bláberja portvíns gljái
Hráefni:
50 gr skarlottulaukur
100 gr sveppir
1 msk smjör
3 dl portvín
4 dl lambakjötsoð
1 msk bláberjasulta
2 msk kalt smjör
Korn sterkju til þykkingar
Salt og pipar
Leiðbeiningar:
Skerið skarlottulaukinn og sveppina og steikið í smjöri, kryddið með salt og pipar.
Bætið við portíni og lambakjötsoði og látið malla í nokkrar mínútur. Þykkið sósuna með korn sterkju.
Að lokum bætið við bláberjasultu og 2 msk af köldu smjöri. Hræðið vel í.
Ekki sjóða eftir að smjörinu hefur verið bætt við.