Lambafilla í austrænni kryddkápu með grilluðum ávöxtum

Lambafilla í austrænni kryddkápu með grilluðum ávöxtum
Pottur og diskur

Hráefni

 4 lambafillur (fille), ½ á mann
 Sósa
 1 dós grísk jógúrt
 1 búnt fersk mynta
 2 msk kúmen (helst úr Viðey)
 Maukið allt saman í matvinnsluvél
 Kryddkápa
 100 g raspur úr kryddbrauði
 rifinn börkur af lime
 hnífsoddur af; engifer, kanil,
 negul og kóríander
 Blandið öllu vel saman
 Meðlæti
 1 vatnsmelóna, 1 ananas
 1-2 mangó, 1,2 kg sætar kartöflur
 Engiferolía
 100 g ferskt engifer
 500 ml ólífuolía

Leiðbeiningar

1

Brúnið kjötið fyrst í smjöri á pönnu á hverri hlið og steikið síðan í ofni við 180°C í 2 mín.

Takið það út og hvílið í 10 mín. Endurtakið og snúið kjötinu þannig að það steikist 3×2 mín. alls með 10 mín. hvílu á milli.

Ef um mjög stóra fillu er að ræða, setjið þá 4 sinnum í ofninn. Sniðugt að undirbúa fyrr um daginn. Steikin ætti að vera meðalsteikt eða bleik í gegn.

Hafið kjötið við stofuhita og grillið það í lokin á vel heitu grilli.

Fáum renndur á allar hliðar og grillbragð, aðalatriðið er að það hitni vel í gegn.

Brytjið engifer í pott með allri olíunni, látið malla í 30 mín. og kælið. Best að undirbúa deginum áður og eiga þessa góðu engiferolíu í kæli.

Brytjið ávexti og grænmeti hæfilega niður, veltið upp úr engiferolíunni og grillið.

Í lokin er einni hliðinni á kjötinu dýft í jógúrtsósuna og svo í kryddhjúpinn.

Kjötið skorið í ferninga og raðað uppá tein með grilluðum ávöxtum og grænmeti – ljúffengt og gott.

Deila uppskrift