Lamba-terrine

Terrine er alltaf fallegt og girnilegt á veisluborði. Það má laga með góðum fyrirvara og frysta.

Pottur og diskur

Hráefni

 2 laukar, saxaðir
 3 hvítlauksgeirar
 3 msk. smjör
 400 g lambahakk eða svínahakk
 400 g lambavöðvi, mjög smátt saxaður 400 g kjúklingalifur, skorin í bita
 2 tsk. salt
 1 msk. kryddblanda, t.d. herbes de provence
 1/3 dl brandí eða koníak
 1 egg
 2 msk. hveiti
 200 g beikon
 2-3 lárviðarlauf

Leiðbeiningar

1

Hitið ofninn í 175°C.

2

Steikið lauk og hvítlauk í smjörinu þar til hann verður mjúkur.

3

Blandið saman lamba- eða svínahakki, lambakjöti og kjúklingalifur í skál. Bætið víni og kryddi út í.

4

Blandið nú öllu saman, laukblöndunni og kjötblöndunni, og hrærið vel. Best er að nota hendurnar.

5

Klæðið botninn á formi (1 lítra formi) með beikonræmum.

6

Hellið kæfunni í formið, stingið lárviðarlaufum í og setjið beikonræmur yfir. Breiðið álpappír yfir formið.

7

Bakið í vatnsbaði í um 1 ½ klst. Fjarlægið pappírinn síðasta hálftímann af bökunartímanum.

8

Kælið og berið fram með góðu brauði, sýrðum gúrkum, sýrðum rauðlauk og salati.

9

SÝRÐUR RAUÐLAUKUR:
1 rauðlaukur, fínt sneiddur
5 dl sjóðandi vatn
3 msk. sykur
1 dl hvítvínsedik
2-3 msk. ferskt dill, saxað 1-2 tsk. einiber

10

Setjið laukinn í skál og hellið sjóðandi vatni yfir.
Látið standa í 1 mín. og sigtið síðan vatnið frá.
Setjið laukinn í skál og hellið öllu öðru sem er í uppskriftinni út í.
Látið standa í minnst klukkutíma.

11

Geymist í viku í ísskáp.

12
Uppskriftin er úr Gestgjafanum Umsjón: Sigríður Björk Bragadóttir Myndir: Hákon Davíð Björnsson Stílisti: Ólöf Jakobína Ernudóttir

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​