Lamba-terrine

Terrine er alltaf fallegt og girnilegt á veisluborði. Það má laga með góðum fyrirvara og frysta.

Pottur og diskur

Hráefni

 2 laukar, saxaðir
 3 hvítlauksgeirar
 3 msk. smjör
 400 g lambahakk eða svínahakk
 400 g lambavöðvi, mjög smátt saxaður 400 g kjúklingalifur, skorin í bita
 2 tsk. salt
 1 msk. kryddblanda, t.d. herbes de provence
 1/3 dl brandí eða koníak
 1 egg
 2 msk. hveiti
 200 g beikon
 2-3 lárviðarlauf

Leiðbeiningar

1

Hitið ofninn í 175°C.

2

Steikið lauk og hvítlauk í smjörinu þar til hann verður mjúkur.

3

Blandið saman lamba- eða svínahakki, lambakjöti og kjúklingalifur í skál. Bætið víni og kryddi út í.

4

Blandið nú öllu saman, laukblöndunni og kjötblöndunni, og hrærið vel. Best er að nota hendurnar.

5

Klæðið botninn á formi (1 lítra formi) með beikonræmum.

6

Hellið kæfunni í formið, stingið lárviðarlaufum í og setjið beikonræmur yfir. Breiðið álpappír yfir formið.

7

Bakið í vatnsbaði í um 1 ½ klst. Fjarlægið pappírinn síðasta hálftímann af bökunartímanum.

8

Kælið og berið fram með góðu brauði, sýrðum gúrkum, sýrðum rauðlauk og salati.

9

SÝRÐUR RAUÐLAUKUR:
1 rauðlaukur, fínt sneiddur
5 dl sjóðandi vatn
3 msk. sykur
1 dl hvítvínsedik
2-3 msk. ferskt dill, saxað 1-2 tsk. einiber

10

Setjið laukinn í skál og hellið sjóðandi vatni yfir.
Látið standa í 1 mín. og sigtið síðan vatnið frá.
Setjið laukinn í skál og hellið öllu öðru sem er í uppskriftinni út í.
Látið standa í minnst klukkutíma.

11

Geymist í viku í ísskáp.

12
Uppskriftin er úr Gestgjafanum Umsjón: Sigríður Björk Bragadóttir Myndir: Hákon Davíð Björnsson Stílisti: Ólöf Jakobína Ernudóttir

Deila uppskrift