Lamba-tacos með mínútusteik

kóriandersalsa, sýrðum rauðlauk og chipotle-sósu
Lamba-tacos með kóríandersalsa

Hráefni

Kóríandersalsa
 2 hnefafylli kóríander, skorið smátt
 1 hnefafylli steinselja, skorin smátt
 1 lítill hvítlauksgeiri, saxaður smátt
 1 tsk. sjávarsalt
 2-3 tsk. dijon-sinnep
 30 g kapers, skolað og saxað smátt
 ½ – 1 tsk. sítrónubörkur, rifinn smátt
 200 ml ólífuolía
 1-2 tsk. rauðvínsedik
Sýrður rauðlaukur með jalapeno-pipar
 240 ml eplaedik
 160 ml vatn
 2 msk. sykur
 1 msk. sinnepsfræ
 ½ tsk. kumminfræ
 2 rauðlaukar, skornir í þunnar sneiðar
 1 jalapeno, skorinn í þunnar sneiðar
Chipotle-sósa
 150 g majónes
 2 tsk. chipotle-mauk
 1 hvítlauksgeiri, saxaður smátt
Lamba-tacos
 450-500 g lambamínútusteik
 u.þ.b. ½ tsk. sjávarsalt
 u.þ.b. ¼ tsk. svartur pipar, nýmalaður
 olía, til steikingar
 8-12 litlar tortillakökur
 1 uppskrift kóríandersalsa
 1 uppskrift sýrður rauðlaukur
 1 uppskrift chipotle sósa
 1 límóna, skorin í báta

Leiðbeiningar

Kóríandersalsa
1

Setjið eplaedik, vatn, sykur, sinnepsfræ og kumminfræ í lítinn pott á miðlungsháan hita.

2

Komið upp að suðu og látið malla þar til allur sykurinn er uppleystur.

3

Takið af hitanum og látið kólna örlítið.

4

Setjið lauk og jalapeno saman í hitaþolna og sótthreinsaða krukku sem rúmar u.þ.b. 400 ml.

5

Hellið edikleginum yfir, passið að hann fljóti vel yfir.

6

Lokið krukkunni og kælið þar til fyrir notkun.

Sýrður rauðlaukur með jalapeno-pipar
7

Setjið eplaedik, vatn, sykur, sinnepsfræ og kumminfræ í lítinn pott á miðlungsháan hita.

8

Komið upp að suðu og látið malla þar til allur sykurinn er uppleystur.

9

Takið af hitanum og látið kólna örlítið.

10

Setjið lauk og jalapeno saman í hitaþolna og sótthreinsaða krukku sem rúmar u.þ.b. 400 ml.

11

Hellið edikleginum yfir, passið að hann fljóti vel yfir.

12

Lokið krukkunni og kælið þar til fyrir notkun.

Chipotle-sósa
13

Setjið allt hráefni saman í blandara og maukið í u.þ.b. 1 mín. eða þar til sósan er slétt.

14

Setjið í litla skál og kælið þar til fyrir notkun.

Lamba-tacos
15

Þerrið kjötið og sáldrið salti og pipar yfir.

16

Hitið pönnu eða grillpönnu og hafið á háum hita.

17

Steikið kjötið í u.þ.b. 1 mín. á hvorri hlið.

18

Takið af hitanum og setjið á bretti. Látið kjötið hvíla í 5 mín. og skerið það því næst niður í þunnar sneiðar.

19

Steikið tortillakökurnar á þurri pönnu í u.þ.b. 30 sek. á hvorri hlið.

20

Setjið kóríandersalsa, skorið lambakjöt, sýrðan rauðlauk og chipotle-sósu á tortillakökurnar og kreistið límónusafa yfir.

Deila uppskrift