Lamba snitsel með kremuðu hvítkáli

og rabarbarasultu með brúnuðu smjöri

Vinningsréttur Jakobs Leó Ægissonar í "kvöldmatur á korteri"

Lambasnitsel, kr. hvítkál, rabarb.sulta og brúnað smjör

Hráefni

Lamba snitsel
 500 gr lambamínútusteik, sneiðar úr innanlærisvöðva eða álíka beinlausar sneiðar
  2 egg
  1 dl mjólk
  100 gr hveiti
  Olía til steikingar
  50 gr. smjör
  Salt og pipar eftir smekk
Kremað hvítkál
 300 gr hvítkál eða toppkál
 2 rif hvítlaukur
 2 greinar timían
  1 dl rjómi
  30 gr smjör
  salt og pipar
Rabarbarasulta með brúnuðu smjöri
 100 gr smjör
  2 greinar rósmarín
  100 gr Rabarbarasulta
 10 gr Balsamik edik

Leiðbeiningar

Lamba snitsel
1

Leggið lambamínútusteikurnar á skurðarbretti og skerið raufar með stuttu millibili ofan í sneiðina en ekki alla leið, átt að geta flett þeim eins og bók. Eða notið kjöthamar til að fletja sneiðarnar svo þær verði u.þbþ 1,5 cm þykkar.

2

Setjið egg og mjólk í fat og kryddið með salti og pipar, þeytið með gaffli svo blandist vel saman.Setjið hveiti og rasp í sitthvort fatið og raðið fötunum í röð: hveiti, eggjablöndu og síðast rasp.

3

Leggið lambakjötið í hveitið, svo í eggin og síðast í raspinn og leggið á hreint fat, endurtakið þar til allar sneiðarnar eru hjúpðar.

4

Hitið pönnu við miðlungshita, bætið olíu á hana og steikið þær þar til eru fallega brúnar. Passið að snúa reglulega til að raspurinn brenni ekki. Setjið ögn af smjöri á pönnuna í lokin og látið það freyða aðeins.

5

Leggið sneiðarnar á bakka með þurru stykki eða pappír undir og geymið á heitum stað þar til þið berið fram. Tilvalið að bæta við salati og/eða sprettum á diskinn.

Kremað hvítkál
6

Saxið hvítlauk og timían og svissið í víðum potti með smjörinu á vægum hita en passið að brúna ekki laukinn um of.

7

Skerið hvítkál í strimla og bætið í pottinn og eldið aðeins, bætið við rjóma og hækkið hitann að suðu. Sjóðið á hægum hita þar til rjóminn þykknar, setjið lok á pottinn og lækkið hitann og látið krauma í 10 mínútur.

Rabarbarasulta með brúnuðu smjöri
8

Bræðið smjör við meðalhita í potti, látið krauma þar til að fer að freyða og brúnast ögn.

9

Pillið laufin af rósmaríninu, bætið í smjörið og leyfið því það steikjast þar til laufin verða stökk.

10

Bætið balsamik ediki í pottinn ásamt sultunni.

Deila uppskrift