Lamba-prime með grófkorna sinnepi, fáfnisgrasi og piparosti

Hérna er ein frábær uppskrift úr haust blaði Gestgjafans 2011.

Pottur og diskur

Hráefni

 2 msk olía
 4 x 200 g lambaprime
 salt
 nýmalaður pipar
 2 msk grófkorna sinnep
 1 msk fáfnisgras (esdragon), smátt saxað
 ½ piparostur, rifinn
 2 msk raspur

Leiðbeiningar

1

Kryddið lambaprime með salti og pipar og steikið upp úr olíu á vel heitri pönnu á öllum hliðum þar til kjötið er orðið fallega brúnað.

Færið þá kjötið í eldfast mót eða ofnskúffu. Blandið saman sinnepi og fáfnisgrasi og smyrjið á kjötið.

Stráið síðan piparosti og raspi á kjötið og bakið við 180°C í 3 mín. Takið þá kjötið úr ofninum og látið standa í 3 mín.

Setjið kjötið aftur í ofninn og endurtakið þar til kjötið er búið að vera samtals í ofninum í 12 mín.

2
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Karl Petersson Stílisti: Ólöf Jakobína Ernudóttir

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​