Lamba-prime með grófkorna sinnepi, fáfnisgrasi og piparosti

Hérna er ein frábær uppskrift úr haust blaði Gestgjafans 2011.

Pottur og diskur

Hráefni

 2 msk olía
 4 x 200 g lambaprime
 salt
 nýmalaður pipar
 2 msk grófkorna sinnep
 1 msk fáfnisgras (esdragon), smátt saxað
 ½ piparostur, rifinn
 2 msk raspur

Leiðbeiningar

1

Kryddið lambaprime með salti og pipar og steikið upp úr olíu á vel heitri pönnu á öllum hliðum þar til kjötið er orðið fallega brúnað.

Færið þá kjötið í eldfast mót eða ofnskúffu. Blandið saman sinnepi og fáfnisgrasi og smyrjið á kjötið.

Stráið síðan piparosti og raspi á kjötið og bakið við 180°C í 3 mín. Takið þá kjötið úr ofninum og látið standa í 3 mín.

Setjið kjötið aftur í ofninn og endurtakið þar til kjötið er búið að vera samtals í ofninum í 12 mín.

2
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Karl Petersson Stílisti: Ólöf Jakobína Ernudóttir

Deila uppskrift