Lamba-prime í naan-brauði með myntusósu og tómötum
Óhætt er að segja að íslenskt lambakjöt sé ein besta afurð sem okkur stendur til boða hér á landi. Það er einstaklega bragðgott og auðvelt að meðhöndla það og matreiða. Hægt er að elda lambakjöt á ótal vegu og uppskriftirnar hér sýna vel hversu einfalt er að elda fjölbreytta og spennandi rétti úr lambakjöti.
- 4
Hráefni
Leiðbeiningar
Hitið ofninn í 150°C og hitið pönnu vel.
Blandið hvítlauk, chili, olíu, salti og pipar saman í skál og hrærið vel.
Setjið kryddblönduna yfir lambið og leyfið þessu að marinerast í 20 mín.
Setjið lambið á heita pönnuna, steikið á hvorri hlið í 2-3 mín., setjið síðan í eldfast mót og bakið í ofni í 20-25 mín. eða þar til kjarnhiti hefur náð 56°C.
Takið kjötið út og leyfið því að hvíla í 5-7 mín. með stykki yfir sér.
Myntusósa
hnefafylli fersk mynta (hálft box)
1 hvítlauksgeiri
4 msk. olía
2 msk. hunang
1 msk. sojasósa
50 g ristaðar kasjúhnetur
safi úr 1 límónu
salt og pipar
Setjið allt í matvinnsluvél og látið hana ganga þar til allt hefur maukast vel. Bragðbætið eftir smekk með salti og pipar.
Samsetning:
Ristið naan-brauð í 20 sek. á heitri pönnu, smyrjið því næst myntusósunni vel á brauðið. Sneiðið lambið þunnt niður og raðið fallega á brauðið. Að endingu er niðurskornum tómötum og kóríander dreift yfir.