Lamba krókettur

með sveppum, beikoni og sinnepsmajo
Lambakrókettur

Hráefni

Krókettur
 50 g sveppir
  50 g beikon
  2 msk matarolía
  100 g bechamel sósa
  150 g rifið lambakjöt
 100 g raspur
  2 egg, pískuð
  100 g hveiti
Sinnepsmajo
 2 dl majones
  2 msk kornasinnep
 Salt
Bechamel sósa
 100 g smjör
 100 g hveiti
 1 l mjólk

Leiðbeiningar

Bechamel sósa
1

Bræðið smjör í potti, bætið hveiti við og eldið í 2 mín og hrærið vel í á meðan. Hellið mjólk varlega saman við, lítið í einu og hrærið stöðugt. Sjóðið rólega í 15 mínútur og passið að hræra reglulega í pottinum svo brenni ekki við. Kælið!

Krókettur
2

Krókettur eru alltaf djúpsteiktar og eru tilvaldar sem forréttur, eða partý/pinnamatur.

3

Skerið sveppi og beikon í litla bita, steikið á pönnu og kælið. Blandið svo saman við bechamel sósu og fínt rifnu lambi.

4

Smakkið til með salti og pipar og kælið vel. Rúllið því næst í litlar kúlur og frystið í 30 mínútur.

5

Takið úr frysti og veltið upp úr hveiti, eggjum og síðast raspi. Djúpsteikið í 180°C olíu þar til er fallega brúnt. Berið fram með sinnepsmajo.

Sinnepsmajo
6

Blandið saman í skál og kryddið með salti.

Deila uppskrift