Lamba-karpatsjó

Lamba-karpatsjó
Pottur og diskur

Hráefni

 2 heilar lambafillur
 Marínering
 2 1/2 dl vatn
 1 dl soja
 40 gr hunang
 50 gr ferskur engifer
 börkur og safi af einni límónu
 2 hvítlauksgeirar
 smávegis af chilli
 Meðlæti
 6 vorlaukar
 1-2 box baunaspírur
 2 stk chilli
 1 box snjóbaunir
 2 msk sesamolía
 Sósa
 2 dl sojasósa
 25 gr sykur
 1/2 dl vatn
 1/2 dl marínering af kjötinu

Leiðbeiningar

1

Skerið niður engifer og chilli, skrælið límónuna og kreistið safann úr.

Blandið öllu saman og sjóðið upp á því.

Kælið vökvann. Leggið kjötið í maríneringu í 20-30 mín.

Brúnið í sesamolíu á pönnu.

Vefjið kjötið svo í plastfilmu eða viskastykki og geymið í kæli yfir nóttu eða minnst 2 klst.

Skerið kjötið mjög þunnt eða eins þunnt og hægt er með hnífi en óþarfi er að berja það eða skera í áleggshníf.

Skerið snjóbaunir niður í lengjur. Forsjóðið í saltvatni (10 hlutar vatn á móti 1 hluta af salti) í 10 sek og leggið þær svo í kalt vatn. Þerrið þær síðan og blandið þeim við baunaspírur. Hellið svo sesamolíunni saman við.

Brytjið chilli og vorlauk fínt. Geymið.

Brúnið sykur á pönnu. Hellið síðan vatni út á til að leysa upp sykurinn. Hellið þá sojasósunni saman við ásamt maríneringunni. Leggið baunirnar á disk eða fat og kjötsneiðarnar yfir. Dreifið vorlauk og chilli yfir og síðan sósunni.

Deila uppskrift

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​