Lamba-karpatsjó
- 4 ( 8 sem forréttur)
Hráefni
Leiðbeiningar
Skerið niður engifer og chilli, skrælið límónuna og kreistið safann úr.
Blandið öllu saman og sjóðið upp á því.
Kælið vökvann. Leggið kjötið í maríneringu í 20-30 mín.
Brúnið í sesamolíu á pönnu.
Vefjið kjötið svo í plastfilmu eða viskastykki og geymið í kæli yfir nóttu eða minnst 2 klst.
Skerið kjötið mjög þunnt eða eins þunnt og hægt er með hnífi en óþarfi er að berja það eða skera í áleggshníf.
Skerið snjóbaunir niður í lengjur. Forsjóðið í saltvatni (10 hlutar vatn á móti 1 hluta af salti) í 10 sek og leggið þær svo í kalt vatn. Þerrið þær síðan og blandið þeim við baunaspírur. Hellið svo sesamolíunni saman við.
Brytjið chilli og vorlauk fínt. Geymið.
Brúnið sykur á pönnu. Hellið síðan vatni út á til að leysa upp sykurinn. Hellið þá sojasósunni saman við ásamt maríneringunni. Leggið baunirnar á disk eða fat og kjötsneiðarnar yfir. Dreifið vorlauk og chilli yfir og síðan sósunni.