Lamba-gúllassúpa

Ekta ungverskar gúllassúpur eru líklega oftast gerðar úr nautakjöti en það má einnig gera þær úr lambakjöti og er raunar ekkert síðra.

Pottur og diskur

Hráefni

 1 msk olía
 1 stór laukur, saxaður smátt
 1msk sterkt paprikuduft (eða venjulegt paprikuduft og dálítill chilipipar)
 vatn
 1 kg lambabein
 1.5 kg lambakjöt
 salt
 0.25 tsk kúmen, steytt
 2 hvítlauksgeirar, pressaðir
 5 meðalstórar kartöflur, afhýddar og skornar í bita
 2 grænar paprikur, fræhreinsaðar og skornar í bita
 2-4 vel þroskaðir tómatar, saxaðir

Leiðbeiningar

1

Olían hituð í stórum, þykkbotna potti og laukurinn látinn krauma í henni þar til hann er að byrja að taka lit. Þá er potturinn tekinn af hitanum og paprikuduftinu hrært saman við ásamt 100 ml af vatni. Potturinn settur aftur á helluna og beinin og kjötið sett út í. Þétt lok sett á pottinn og látið malla við mjög vægan hita í um 2 klst. Hrært öðru hverju og vatni bætt út í eftir þörfum, en aldrei nema litlu í einu. Eftir 2 klst eru kartöflur, paprika og tómatar sett í pottinn ásamt dálítið meira vatni. Látið malla þar til kartöflurnar eru meyrar. Súpan þynnt eftir þörfum, en vökvinn á aldrei að verða mjög mikill.

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​