Lamba Garam Masala

með naan brauði
Lamb garam masala

Hráefni

 600 gr lambagúllas
 4 msk grísk jógúrt
 3 tsk garam masala kryddblanda
 2 laukar, skornir í báta
 4 hvítlauksrif, skorin
 1 græn paprika, grófskorin
 2 rauðir chili, grófskornir
 1 askja íslenskir smátómatar, skornir í tvennt
 2 msk ferskt kóriander, saxað

Leiðbeiningar

1

Blandið jógúrt og garam masala í skál og bætið kjötinu við, blandið vel og geymið í amk 30 mín. Má vera í kæli yfir nótt.

2

Hitið pönnu og svitið lauk, hvítlauk, papriku og chili í 3 mín, bætið kjötinu við og látið krauma í a.m.k. 10 mín.

3

Berið fram í pönnunni ásamt naan brauði og stráið ferskum tómötunum og kóriander yfir.

Deila uppskrift

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​