Lamba Garam Masala

með naan brauði
Lamb garam masala

Hráefni

 600 gr lambagúllas
 4 msk grísk jógúrt
 3 tsk garam masala kryddblanda
 2 laukar, skornir í báta
 4 hvítlauksrif, skorin
 1 græn paprika, grófskorin
 2 rauðir chili, grófskornir
 1 askja íslenskir smátómatar, skornir í tvennt
 2 msk ferskt kóriander, saxað

Leiðbeiningar

1

Blandið jógúrt og garam masala í skál og bætið kjötinu við, blandið vel og geymið í amk 30 mín. Má vera í kæli yfir nótt.

2

Hitið pönnu og svitið lauk, hvítlauk, papriku og chili í 3 mín, bætið kjötinu við og látið krauma í a.m.k. 10 mín.

3

Berið fram í pönnunni ásamt naan brauði og stráið ferskum tómötunum og kóriander yfir.

Deila uppskrift