Lamba-fillet með sveppadufti, nýuppteknum kartöflum og súrsuðum sveppum með sage derby-rjómasósu
- 4
Hráefni
Leiðbeiningar
Sveppaduft:
Þurrkaðir sveppir settir í matvinnsluvél og vélin látin ganga þar til sveppirnir verða að dufti
Lamba-fillet:
Hitið ofninn í 180°C. Hreinsið burtu sinar, ef þær eru, úr lambinu, skerið litlar ræmur í fituna, berið því næst olíu á lambið og svo sveppaduftið. Steikið á háum hita á pönnu, með fituhliðina niður fyrst 3 mínútur á hvorri hlið og svo inni í heitum ofni í 8-10 mín eða þar til kjarnhitinn er komin í 58°C. Takið kjötið út og látið hvíla í 5 mínútur áður en þið berið það fram.
Súrsaðir sveppir:
50 g sykur
1 msk. salt
2 dl edik, helst balsamedik
1 l vatn
1 stjörnuanís
1 kardimomma
1 kanilstöng
500 g villisveppir
Sjóðið allt nema sveppi saman. Bætið sveppum út í og fáið suðuna upp aftur. Látið vökvann kólna og setjið síðan í kæli í 24 klst. Geymist í 4 mánuði.
Sage Derby-sósa:
100 g Sage Derby ( Salvíuostur )
300 ml rjómi
salt eftir smekk
Setjið rjóma í pott og sjóðið upp á honum. Bætið ostinum út í og hitið í 1 mínútu. Gott er að nota töfrasprota á sósuna þar til að hún verður silkimjúk.
Berið fram með soðnu smælki og nýuppteknu blómkáli.