Lamba-fillet að hætti Marokkóbúa
Lambakjöt er hátíðamatur og hægt að bera fram á ýmsa vegu. Uppskrift eftir Úlfar Finnbjörnsson sem birtist í hátíðarblaði Gestgjafans í desember 2007.
- 2
Hráefni
2 msk. olía
2 lamba-fillet með fitu
1 laukur
4 hvítlauksgeirar
3 cm biti af engifer
1/4 chili-aldin, fræhreinsað
2 msk. kóríander
1 msk. óreganó
1/4 tsk. kanill
1 msk. paprikuduft
1 tsk. salt
3 msk. olía
Leiðbeiningar
1
Hitið 2 msk. af olíu á pönnu og steikið lamba-fillet þangað til þau verða fallega brún.
Setjið allt annað hráefni í matvinnsluvél og maukið vel.
Penslið kjötið á öllum hliðum með maukinu og geymið í kæli í 2 klst.
Setjið kjötið í ofnskúffu og bakið í 180°C heitum ofni í 12 mín. eða eftir smekk.
Berið kjötið fram blómkálskurli og salati.
Blómkálskurl:
1/2 blómkálshöfuð
2 msk. olía
2 msk. sítrónusafi
1 msk. ljóst balsamedik
1 msk. hunang
salt og pipar
Setjið allt í matvinnsluvél og maukið vel.
2
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Karl Petersson