Lamb veiðimannsins með blóðbergi, hvönn og krækiberjum

Óhætt er að segja að íslenskt lambakjöt sé ein besta afurð sem okkur stendur til boða hér á landi. Það er einstaklega bragðgott og auðvelt að meðhöndla það og matreiða. Hægt er að elda lambakjöt á ótal vegu og uppskriftirnar hér sýna vel hversu einfalt er að elda fjölbreytta og spennandi rétti úr lambakjöti.

Pottur og diskur

Hráefni

 800 g lambainnralæri
 1 væn lúka blóðberg
 20 g hvönn, söxuð
 20 g krækiber
 olía
 salt og pipar

Leiðbeiningar

1

Stillið ofn á 150°C. Hitið pönnu vel. Blandið öllum kryddunum saman við olíuna. Brúnið kjötið á öllum hliðum á vel heitri pönnunni með örlítilli olíu. Takið það af pönnunni og makið kryddblöndunni vel á innralærið og ekki vera feimin að nota hendurnar og nudda vel inn í kjötið. Setjið kjötið í eldfast mót og bakið í 30 mín. eða þar til kjarnhiti hefur náð 56°C. Takið kjötið út og látið hvíla í 10 mín. áður en þið skerið í steikina.

2

Berið fram með bökuðu íslensku haustgrænmeti og nýrri krækiberjasultu, ásamt nýuppteknum kartöflum. Gerist varla betra.

3
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Hinrik Carl Ellertsson Stílisti: Ólöf Jakobína Ernudóttir Myndir: Heiða Helgadóttir
4

Allt hráefni sem er notað í Gestgjafanum fæst í verslunum Hagkaups.
Lambahakk fæst frosið m.a. í Fjarðarkaupum og Frú Laugu.

Deila uppskrift