Lamb veiðimannsins með blóðbergi, hvönn og krækiberjum

Óhætt er að segja að íslenskt lambakjöt sé ein besta afurð sem okkur stendur til boða hér á landi. Það er einstaklega bragðgott og auðvelt að meðhöndla það og matreiða. Hægt er að elda lambakjöt á ótal vegu og uppskriftirnar hér sýna vel hversu einfalt er að elda fjölbreytta og spennandi rétti úr lambakjöti.

Pottur og diskur

Hráefni

 800 g lambainnralæri
 1 væn lúka blóðberg
 20 g hvönn, söxuð
 20 g krækiber
 olía
 salt og pipar

Leiðbeiningar

1

Stillið ofn á 150°C. Hitið pönnu vel. Blandið öllum kryddunum saman við olíuna. Brúnið kjötið á öllum hliðum á vel heitri pönnunni með örlítilli olíu. Takið það af pönnunni og makið kryddblöndunni vel á innralærið og ekki vera feimin að nota hendurnar og nudda vel inn í kjötið. Setjið kjötið í eldfast mót og bakið í 30 mín. eða þar til kjarnhiti hefur náð 56°C. Takið kjötið út og látið hvíla í 10 mín. áður en þið skerið í steikina.

2

Berið fram með bökuðu íslensku haustgrænmeti og nýrri krækiberjasultu, ásamt nýuppteknum kartöflum. Gerist varla betra.

3
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Hinrik Carl Ellertsson Stílisti: Ólöf Jakobína Ernudóttir Myndir: Heiða Helgadóttir
4

Allt hráefni sem er notað í Gestgjafanum fæst í verslunum Hagkaups.
Lambahakk fæst frosið m.a. í Fjarðarkaupum og Frú Laugu.

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​