Lamb Printaniére

Hér er uppskrift að einkar góðum rétti sem er ættaður frá Frakklandi. Printaniére þýðir vor og er þá verið að vísa í nýupptekið grænmetið. Hér nýtur ljúft bragðið af lambinu sín til fulls.

Pottur og diskur

Hráefni

 6 skalotlaukar, afhýddir og skornir í fernt
 2 msk. smjör
 2 msk. olía
 1 kg lambakjöt, niðurskorið í munnbita, gott að nota kjöt af bóg
 4-6 msk. hveiti
 4 dl gott kjötsoð ( fæst í fernum )
 2 dl vatn
 2 dl hvítvín
 salt og pipar
 4 gulrætur
 500 g kartöflur
 400 g rófur
 200 g baunir, gjarnan frosnar og afhýddar
 2 msk. fersk steinselja, söxuð

Leiðbeiningar

1

Steikið laukana í 1 msk. smjöri og 1 msk. olíu, þar til laukurinn fer að brúnast.

2

Takið hann upp úr og setjið til hliðar.

3

Veltið lambakjötinu upp úr hveiti og steikið í tvennu lagi í afganginum af smjöri og olíu.

4

Bætið soði, vatni og víni út í ásamt salti og pipar. Látið þetta sjóða við meðalhita með loki ofan á, í 1 klst.

5

Afhýðið grænmetið og skerið í fallega bita. Bætið því í pottinn og sjóðið í 25 mín.

6

Látið baunirnar sjóða með síðustu 5 mín. Berið fram í fallegum djúpum diskum.

7
Uppskriftin er úr Gestgjafanum Umsjón: Sigríður Björk Bragadóttir Myndir: Hákon Davíð Björnsson Stílisti: Ólöf Jakobína Ernudóttir

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​