Lamb Printaniére
Hér er uppskrift að einkar góðum rétti sem er ættaður frá Frakklandi. Printaniére þýðir vor og er þá verið að vísa í nýupptekið grænmetið. Hér nýtur ljúft bragðið af lambinu sín til fulls.
- 4-6
Hráefni
6 skalotlaukar, afhýddir og skornir í fernt
2 msk. smjör
2 msk. olía
1 kg lambakjöt, niðurskorið í munnbita, gott að nota kjöt af bóg
4-6 msk. hveiti
4 dl gott kjötsoð ( fæst í fernum )
2 dl vatn
2 dl hvítvín
salt og pipar
4 gulrætur
500 g kartöflur
400 g rófur
200 g baunir, gjarnan frosnar og afhýddar
2 msk. fersk steinselja, söxuð
Leiðbeiningar
1
Steikið laukana í 1 msk. smjöri og 1 msk. olíu, þar til laukurinn fer að brúnast.
2
Takið hann upp úr og setjið til hliðar.
3
Veltið lambakjötinu upp úr hveiti og steikið í tvennu lagi í afganginum af smjöri og olíu.
4
Bætið soði, vatni og víni út í ásamt salti og pipar. Látið þetta sjóða við meðalhita með loki ofan á, í 1 klst.
5
Afhýðið grænmetið og skerið í fallega bita. Bætið því í pottinn og sjóðið í 25 mín.
6
Látið baunirnar sjóða með síðustu 5 mín. Berið fram í fallegum djúpum diskum.
7
Uppskriftin er úr Gestgjafanum Umsjón: Sigríður Björk Bragadóttir Myndir: Hákon Davíð Björnsson Stílisti: Ólöf Jakobína Ernudóttir