Lamb Korma

Þessi uppskrift er úr smiðju kokkanna á Austur-Indíafjelaginu sem er hvað þekktasta indverska veitingahúsið hérlendis. Lambakjöt er mikið notað í indverskri matseld og íslenska lambakjötið fellur vel að henni. Austur-Indíafjelagið rekur einnig Austurlandahraðlestina þar sem hægt er að panta mat til að taka með heim.

Pottur og diskur

Hráefni

 1 kg úrbeinað lambalæri
 2 stk laukar (skornir í ræmur og brúnaðir og þvínæst maukaðir í kvörn)
 4 msk maukaðar möndlur
 1 msk engifer-mauk
 1 msk hvítlauks-mauk
 50ml rjómi
 2 msk smjör
 1msk garam masala
 1msk cumin powder
 0.5 msk turmeric powder
 ¼ bolli vatn

Leiðbeiningar

1

Hreinsið og skerið lambið í litla teninga. Bræðið smjörið á pönnu. Bætið við maukaða lauknum og engifer og hvítlauks-maukinu. Bætið útí möndlu maukinu og 1/4 bolla af vatni. Bætið útí lambinu og salti og eldið þar til lambið er tilbúið og sósan þykknuð. Bætið rjómanum síðast og bragðið til saltið.

Deila uppskrift

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​