Lamb Kofta – indverskar kjötbollur

Þessi girnilega uppskrift er eftir Yesmine Olsson úr bókum hennar Framandi og freistandi

Pottur og diskur

Hráefni

 Þurrkrydd:
 2 tsk cumin
 2 tsk kóríander
 2 tsk garam masala
 1 tsk chili
 ½ tsk túrmerik
 ½ tsk nýmulinn svartur pipar
 1 tsk sjávarsalt (eða eftir smekk)
 800 g lambahakk, nautahakk eða blanda af báðum
 2 msk Isio 4 olía
 2 meðalstórir laukar, fínt skornir
 4 hvítlauksrif, fínt skorin
 2½ cm ferskt engifer, rifið
 25 g ferskt kóríander, fínt skorið
 2 msk möndlur, fínt skornar
 ½ dl besan (kjúklingabaunamjöl) (hér er hægt að nota 1–2 heilhveitibrauðsneiðar og ekki verra ef brauðið er þurrt)
 2 msk mangó chutney
 3 dl grísk jógúrt
 2 dl vatn

Leiðbeiningar

1

Blandið öllum þurrkryddum saman í eina skál.

Blandið hakki, hvítlauk, engiferi, besan (brauð) kóríander, 1 msk olíu og helmingnum af þurrkryddunum saman í annarri skál.

Setjið örlítið af olíu á hendurnar og mótið svo bollur úr hakkblöndunni.

Hitið 2 msk af olíu á pönnu og léttsteikið laukinn. Bætið afganginum af kryddblöndunni út á pönnuna. Hrærið vel svo að kryddið brenni ekki.

Setjið helminginn af jógúrtinni varlega á pönnuna ásamt möndlum, mangó chutney og vatni. Fáið suðuna upp, en lækkið þá hitann og látið krauma í 5 mínútur.

Setjið bollurnar varlega á pönnuna og látið steikjast á öllum hliðum í sósunni. Bætið svo því sem eftir er af jógúrtinni varlega út í. Setjið meira af jógúrt saman við ef þið viljið fá meiri sósu.

Deila uppskrift

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​